Handan sektar og sakleysis

Árið 1830 voru Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson hálshöggvin fyrir að myrða Natan Ketilsson og Pétur Jónsson. Var þetta síðasta aftakan á Íslandi en glæpamálið er eitt það frægasta í Íslandssögunni. Ótal slúðursögur spruttu upp í kringum það og „tóku á sig fasta mynd þjóðsagnanna“, eins og Guðbrandur Jónsson orðar það árið 1936.[1] Fjölmargir hafa síðan reynt að grafast fyrir um það, með grúski í heimildum og aðstoð ímyndunaraflsins, hvað raunverulega gerðist aðfaranótt 14. maí 1828, þegar Natan og Pétur voru fyrst myrtir og síðan kveikt í bæ Natans í tilraun til að hylma yfir morðin. Nýjasta tilraunin er Burial Rites, söguleg skáldsaga eftir ástralska konu að nafni Hannah Kent. Þetta er fyrsta bók höfundar, sem heyrði fyrst af sögu Agnesar hér á landi, en á vefsíðu ABC-fréttavefsins má finna ítarlegt útvarpsviðtal þar sem hún lýsir aðdragandanum og upplifun sinni af Íslandi.

 

Burial _Rites _HBD_FC „Í viðtalinu segist hún það hafa strax slegið sig hversu staðlaðar lýsingarnar á Agnesi hafi verið; henni hafi yfirleitt verið lýst sem afbrýðisamri og biturri konu bruggandi launráð. Þarna hafi ráðið hugmyndin um að konur væru annað hvort englar eða skrímsli og ekkert þar á milli. Hennar verkefni hafi verið að gera Agnesi að manneskju, hvorki algóðri né alslæmri.“

 

Burial Rites er athyglisverð og vel heppnuð skáldsaga, og höfundi tekst að skapa þó nokkra spennu í framvindunni jafnvel fyrir þá sem þekkja vel söguna af Agnesi Magnúsdóttur. Enda fékk Hannah Kent verðlaun fyrir handritið og slegist var um útgáfuréttinn í Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum, eins og fram kemur í grein í The Australian. Þar er einnig sagt frá því að Kent hafi fengið hugmyndina fyrir tíu árum, þegar hún var aðeins 17 ára gömul og ákvað að koma til Íslands sem skiptinemi, en hún dvaldi á Sauðárkróki í eitt ár. Dag einn hafi hún ekið fram hjá Þrístöpum, og verið sagt frá því að þar hafi kona verið hálshöggvin í síðustu aftökunni á Íslandi. Sagan hafði vakið forvitni hennar en einnig hafi hún sem einmana skiptinemi í kuldalegu landi fundið fyrir einkennilegri samkennd með þessari konu sem hlyti að hafa fundist hún afar einangruð og afskipt þar sem hún beið aftökunnar. Sú persónulega tenging hafi ýtt undir áhuga hennar á sögunni. Þegar Hannah Kent tók gráðu í skapandi skrifum við Flinders háskólann ákvað hún svo að vinna með sögu Agnesar og hóf rannsókn á lífi hennar. Í viðtalinu segist hún það hafa strax slegið sig hversu staðlaðar lýsingarnar á Agnesi hafi verið; henni hafi yfirleitt verið lýst sem afbrýðisamri og biturri konu bruggandi launráð. Þarna hafi ráðið hugmyndin um að konur væru annað hvort englar eða skrímsli og ekkert þar á milli. Hennar verkefni hafi verið að gera Agnesi að manneskju, hvorki algóðri né alslæmri. Það sama segir hún í eftirmála skáldsögunnar: Að margar frásagnir af atburðunum stangist á og sumar lýsi Agnesi sem „ómanneskjulegri norn sem situr við ósýnilegan seiðpott öllum stundum og bruggar banaráð“.[2] Þessi skáldsaga eigi að gefa margræðari mynd af henni.

Athyglinni er sem sagt beint að sögu Agnesar, sem er að stórum hluta sögð frá hennar sjónarhorni. Frásögnin hefst eftir að dauðadómur er fallinn, en önnur mikilvæg persóna í sögunni er aðstoðarpresturinn Þorvarður Jónsson, sem Agnes valdi til að búa sig undir dauðann. Byggir Hannah Kent þar á munnmælasögum um samskipti Agnesar við Þorvarð,[3] eins og fleiri hafa gert, t.d.  Guðlaugur Guðmundsson í bókinni Enginn má undan líta, en Kent bætir kjöti á beinin og lætur samband þeirra þróast jafnhliða því sem rakin er saga Agnesar með endurlitum til fortíðar. Sú aðferð er algeng (ekki síst í sögulegum skáldskap) að segja sögu á slíkan hátt, í gegnum „játningar“ einhvers sem liggur á banabeðinu þar sem önnur persóna flækist tilfinningalega inn í þá sögu (og verður þar með að einhverju leyti fulltrúi lesandans). Hannah nýtir þetta frásagnarbragð án þess þó að það stjórni ferðinni um of eða verði klisjukennt eða ósannfærandi. Agnes játar til dæmis aldrei fyrir aðstoðarprestinum nema helminginn af því sem hún upplifir. Tilfinningaþrungnustu minningarnar rifjar hún aðeins upp með sjálfri sér. Það eru jafnframt þeir kaflar þar sem höfundurinn fer hvað mest á skáldlegt flug – og þeir sem eru hvað áhrifaríkastir í þessari sögu. Eitt dæmi er sena þar sem Agnes rifjar upp hvernig henni leið eftir dauða fósturmóður sinnar.

My Mamma is dead. Inga is dead.

She is lying in rags in the storehouse while the snow and ice clamp their jaws about the earth and forbid the digging of holes, the digging of graves.

So cold she has to wait to be buried.

So lonely I make friends with the ravens that prey on lambs.

I close my eyes and I am creeping down the corridor with the flickering light of my lamp and I am shaking, terrified. I hear the wind howl into the night outside and I think I can hear my foster-mother claw at the storehouse door where she is bundled and waiting to be nailed in the box and buried come spring. I stop walking and I listen hard, and under the wind I think I hear scratching, and then my name – Agnes, Agnes, calling to me. It is Inga calling me to let her out. I’m not dead, I have returned, I am come alive, I need to be let out of the storehouse, not kept like butchered meat, drying in the stale air. Kept with salt and whey and flour crawling with Danish weevils.

I stand still and I shake, scared. Then, Mamma, Mamma! I take a step to the storehouse and push open the door – there is no lock. I push open the door and I hold out the thin light of my lamp, and I see the lump of her body on the floor, her head resting upon a sack of dried fish-heads, and I weep because it is worse to know that she is really dead. Oh, my foster-mother is dead and my own mother is gone. And I sit on the floor, my legs buckled with the pure, ripe grief of an orphan, and the wind cries for me because my tongue cannot. It screams and screams and I sit on the packed earth floor, hard with cold, and smell the fish-heads, sickening, lacing the bland scent of winter with its stench of salt and dried bone. (149-150)

Eins og sjá má leika náttúruöflin stórt hlutverk í sögunni, og eru notuð markvisst til að ýta undir dramatíkina, en Hannah Kent lýsti því einmitt í viðtalinu við The Australian hversu djúpstæð áhrif íslenskt landslag hafði á hana. „Landslag er örlög“, hefur hún eftir bandaríska höfundinum Ron Rash. „Þessar sögupersónur mótast jafnmikið af landslaginu og af samfélaginu.“ Og hún telur að Ástralir, sem þekkja óblíð náttúruöfl af eigin raun, eigi auðvelt með að skilja hversu mikil áhrif náttúran hefur á fólkið: „Við dáumst að fegurð hennar en við virðum einnig hættur hennar.“

Inn í söguna er einnig fléttað þýðingum á alls kyns opinberum gögnum, sem og sendibréfum milli embættismanna sem varða morðmálið. Það er jafn haganlega gert og styður við frásögnina; gefur „hlutlausa“ mynd af því sem átti sér stað á æðstu stöðum þannig að lesandinn fær á tilfinninguna að hann geti sjálfur mótað sér skoðun á því hversu sanngjarna meðferð málið fékk – þótt höfundurinn stjórni í raun og veru ferðinni með því að skjóta inn völdum tilvitnunum á rétta staði. Hins vegar fannst mér vísunum í Íslendingasögurnar ofaukið og ekki bæta neinu við frásögnina; vera tilgerðarlegar fremur en gagnlegar.

Helsta framvinda sögunnar fer þó fram í upprifjunum Agnesar og í gegnum þær byggir höfundur smám saman upp lifandi og sannfærandi mynd af lífi konu sem er neðst í virðingarstiga samfélagsins; hún er fædd utan hjónabands, tekin í fóstur en síðar sett á sveit og eftir að hún stálpast er hún áfram á sífelldu flakki milli bæja sem vinnukona. Harðræðið sem hún, og svo margir aðrir, hafa búið við er sláandi fyrir nútímalesanda, og skýrir margt. Í bókinni Enginn má undan líta leggur Guðlaugur Guðmundsson einnig áherslu á að „varpa ljósi á tíðarandann, þegar þessir atburðir gerðust, og umkomuleysi, menntunarskort og fátækt alþýðu, sem var eins og klafabundin vinnudýr húsbænda sinna“.[4] Reyndar má finna margar keimlíkar senur í þeirri bók og í bók Hönnuh Kent (og hér er vert að nefna að í flestum íslenskum bókum og greinum sem hafa verið skrifaðar um þetta mál eru einmitt sömu lýsingarnar hafðar upp aftur og aftur). Guðlaugur virðist hins vegar, líkt og flestir aðrir sem ritað hafa um atburðina, rekja ástæður morðanna fyrst og fremst til þess hversu „skapmikil“ Agnes hafi verið og „ástríður hennar sterkar“.[5] Flestir þeir sem ritað hafa sögu hennar gefa í skyn að ofmetnaður hennar hafi orðið henni að falli og skaphiti hennar að lokum gert hana brjálaða. Hannah Kent leggur hins vegar meira upp úr því að við fáum innsýn í sorgir Agnesar og gleði svo við skiljum löngun hennar eftir einhverju meira og betra og að hún hafi fyrst og fremst orðið leiksoppur örlaganna. Sú áhersla, og yfirlýsing Hönnuh Kent um að hún sé að einhverju leyti að reyna að veita Agnesi uppreisn æru, minnir nokkuð á það hvernig Kristín Steinsdóttir vann úr sögunni um fátæku vinnustúlkuna Bjarna-Dísu. Báðar þessar bækur eru hluti af viðleitni til að endurskoða söguna út frá sjónarhóli þeirra sem hingað til hafa verið á jaðri hennar, til dæmis vinnuhjúa og kvenna, og túlka hana jafnvel þeim í vil, eða að minnsta kosti að gera þá að marghliða persónum sem hægt er að finna til samúðar og samkenndar með fremur en að gera úr þeim skrímsli eins og hefð er fyrir.

Auk sögunnar af ævi Agnesar, og af sambandi Agnesar og Þorvarðar, segir Hannah Kent svo söguna af samskiptum Agnesar við heimilisfólk á Kornsá, bænum þar sem hún var vistuð frá dómsúrskurði og þar til aftakan fór fram. Þær aðstæður sem heimilisfólkið lendir í, að fá dæmdan morðingja inn á gafl hjá sér um óákveðinn tíma, í því nána samneyti sem var óhjákvæmilegt á íslenskum bóndabæjum, eru að sjálfsögðu frjór jarðvegur fyrir hugmyndaflugið. Hannah Kent gerir sér meiri mat úr því en aðrir höfundar sem fjallað hafa um málið, svo ég viti til. Hér hefur hún þurft að skálda vel í eyðurnar og fyrir utan persónulegar upprifjanir Agnesar á fortíð sinni fannst mér lýsingar á samskiptum við heimilisfólkið og brothættri samkenndinni sem þar skapast meðal þeirra sterkustu í bókinni.

Margrét thought back to when Agnes had first arrived at Kornsá. Some part of her had relished the tension between her family and the criminal, was greedy for it, even. It had unified them; made her feel closer to her daughters, her husband. But now she realised that their silence had shifted into something more natural and untroubled. Margrét worried at this. She was too used to Agnes’s presence on the farm. Perhaps it was the usefulness of an extra pair of hands about the place. Having another woman’s help had already eased the pain in her back, and her cough did not seem to interrupt her breath as frequently as it had done. She avoided thinking about what would happen when the day of execution was announced. (192)

Samskipti Agnesar við heimilisfólkið á Kornsá bæta því við söguna enn einni dramatískri og harmrænni vídd, þótt upphafið sé ef til vill óþarflega yfirdrifið hvað það varðar:

Margrét was unprepared for the filth and wretchedness of the woman’s appearance. The criminal wore what seemed to be a servant’s common working dress of roughly woven wool, but one so badly stained and caked with dirt that the original blue dye was barely discernible under the brown grease that spread across the neckline and arms. A thick weight of dried mud pulled the fabric awkwardly from the woman’s body. Her faded blue stockings were soaked through, sunk about the ankles, and one was torn, exposing a slice of pale skin. Her shoes, of sealskin it seemed, had split at the seam, but were so covered in mud that it was impossible to see how damaged they were. Her hair was uncovered by a cap and matted with grease. It hung in two dark braids down her back. Several strands had come loose and fell limply about the woman’s neck. She looked as if she’d been dragged from Stóra-Borg, Margrét thought. The woman’s face was hidden; she stared at the floor.

‘Look at me.’

Agnes slowly raised her head. Margrét winced at the smear of dried blood across the woman’s mouth, and the grime that lay in streaks across her forehead. There was a yellow bruise that spread from her chin down to the side of her neck. Agnes’s eyes flickered from the ground to Margrét’s own, and she felt unnerved by their intensity, their colour made lighter and sharper by the dirt on her face. Margrét turned to the officer.

‘This woman has been beaten.’ The officer searched Margrét’s face for amusement, and, finding none, lowered his eyes. ‘Where are her things?’

‘Only the clothes on her back,’ the officer said. ‘The clerks took what she had to cover her vittles.’

Invigorated by a sudden curl of anger, Margrét pointed to the irons about the woman’s wrists.

‘Is it necessary to keep her bound like a lamb ripe for slaughter?’ she asked him. (45-46)

Þótt þessi sena sé nokkuð ýkt gefur hún samt sem áður góða mynd af því sem lesandinn upplifir við lestur á bókinni; að þjóðsagnakenndur morðingi stendur skyndilega fyrir framan mann í eigin persónu og við sjáum manneskju en ekki skrímsli.

Túlkun Hönnuh Kent á rás atburða sjálfa morðnóttina endurspeglar mjög að hún hefur skipað sér í lið með Agnesi. En það er einmitt sú staðreynd að í þessu máli virðist ómögulegt að negla niður hver var sekur og hver var saklaus sem gerir það svo heillandi viðfangsefni. Þar liggur eitt helsta aðdráttarafl sögunnar, því í þessu undarlega rými milli sektar og sakleysis búum við öll og þar eigum við auðvelt með að tengja við aðra. Ég verð að viðurkenna að Hönnuh Kent tókst ekki að sannfæra mig um að einmitt þannig hljóti atburðarásin að hafa verið þessa nótt. Það skiptir hins vegar ekki meginmáli, heldur sú staðreynd að höfundinum tókst að byggja upp nógu sterkt samband milli Agnesar og mín sem lesanda til að ég gæti auðveldlega fyrirgefið henni morð með köldu blóði.

 [1] Guðbrandur Jónsson: „Dauði Natans Ketilssonar“, Blanda, 1, 1936, 3.

[2] Þessa lýsingu er að finna í frásögn Tómasar Guðmundssonar af atburðunum. Sjá Tómas Guðmundsson: „Friðþæging“, Horfin tíð. Íslenskir örlagaþættir, Reykjavík, Forni, 1967, 148.

[3] Sjá t.d. Brynjúlfur Jónsson: Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu. Rituð eftir beztu heimildum og skilríkjum, Reykjavík, 1912, 116.

[4] Guðlaugur Guðmundsson: Enginn má undan líta. Sagnfræðilegt skáldrit, sem varpar nýju ljósi á morðmálin í Húnaþingi, aðdraganda þeirra og afleiðingar, Örn og Örlygur, 1974, 9.

[5] Sama rit, 31.

;
©Ástríki ehf. Vesturströnd 15, 170 Seltjarnarnes
Sími: 692 6012.