Spássían er í pásu þessa dagana

Sendið allar fyrirspurnir á spassian@astriki.is

Spássían.is er styrkt af

MyndA
Daufir karlar með sölnaða ritvélarborða

Fyrir jólin 2012 komu út þrjár bækur sem eiga það sameiginlegt að fjalla um eldri menn sem yfirgefa lífið. En þeir hverfa ekki snögglega heldur dofnar hægt yfir þeim og þeir þvælast lengi um eins og lifandi dauðir þar til það slokknar loks alveg á þeim.

MyndB
George Lucas - Leikstjórinn sem þrjóskur einvaldur

Kvikmyndaleikstjórinn George Lucas er jafnt og þétt að endurskrifa kvikmyndasöguna og ef svo fer sem horfir mun honum takast það, þrátt fyrir andóf aðdáenda hans. 

MyndB
Veröld sem var, en er þess verð að segja frá

Til Eyja er lítil og lágstemmd bók, skemmtilega skrifuð í nostalgískum stíl sem gjarnan einkennir bækur sem fjalla um barnæskuna.

MyndB
Kynvilla á dögum spænsku veikinnar

Stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en nokkur skáldskapur og sú er einmitt raunin í nýjustu bók Sjóns, Mánasteini.

MyndB
Hrottaleg, köld og hrá spennusaga

Blóð hraustra manna er ekki bók fyrir viðkvæma heldur hrottaleg, köld og hrá spennusaga um heim sem ég vona að sé ekki til þótt ég óttist að svo sé – og finnist gaman að lesa um hann. 

MyndB
Meira um kósíheit en krimma

Á kápu er nýyrðið kósíkrimmi notað til að lýsa þessari bók og það á ágætlega við, þó að meira sé um kósíheit en hefðbundinn krimma. 

MyndB
Skyld’ það vera jólamorð …

Eins og við lestur fyrri bóka Ragnars Jónassonar er vel við hæfi að hita sér kakó og taka fram hlýtt teppi áður en þessi bók er opnuð því þótt heitar tilfinningar komi við sögu er andi bókarinnar hrollkaldur.

MyndB
Eru Gore-Tex jakkar eitthvað verri?

Rosie verkefnið er létt og skemmtileg ástarsaga sem fjallar um hinn sérstaka Don og hina hressu Rosie. Söguþráðurinn er vissulega engin nýjung en sem betur fer er Don einstaklega skemmtileg aðalpersóna.

MyndB
Litlar myndir sem skapa heild

Í blokkaríbúðum einhvers staðar nálægt Mjóddinni gengur margbreytilegt og hversdagslegt lífið sinn vanagang.  Ýmsar persónur koma við sögu, sumar oftar en einu sinni, en stoppa stutt við þannig að aðeins er brugðið upp svipmyndum af lífi þeirra flestra. 

MyndB
Löng leið að óvæntri lausn

Einhver hefur myrt veitingahúseigandann Hinrik Eggertsson sama morgun og sprenging verður í hvalveiðiskipi og mótmælendur hafa hlekkjað sig við veitingahús hans. Þetta þykja of miklar tilviljanir og lögreglan er sannfærð um að málin séu skyld. Það reynist þó þrautinni þyngra að finna út hvernig. 

MyndB
Kæru vinir. Ljúf matreiðslubók Skagameyjar

Sex af um þrjátíu matreiðslubókum sem koma út nú fyrir þessi jól eru byggðar á matarbloggum áhugakokka. Ein þeirra er bókin Matargleði Evu eftir Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur.

MyndB
Þegar sagnfræðin verður list

Sigrún Pálsdóttir segir hér sögu læknanna og hjónanna Sigrúnar Briem og Friðgeirs Ólasonar, sem lögðu í metnaðarfullan leiðangur til Bandaríkjanna í upphafi seinni heimsstyrjaldar til að sækja sér meiri menntun og starfsreynslu en náðu aldrei heim aftur.

MyndB
Ferðast um heiminn með ljóð að vopni

Undir vernd stjarna geymir ljóð eftir átján skáld víðs vegar að úr heiminum. Jón Kalman Stefánsson valdi ljóðin, þýddi og skrifar eftirmála þar sem hann fjallar um skáldin sem eiga ljóð í bókinni.

MyndB
Eins og gult og svart

Kápa Dísusögu lýsir með táknrænum hætti innihaldi hennar. Kápan er tvískipt, efri hlutinn gulur og sá neðri svartur. Á gula partinum er mynd af ungri, brosandi stúlku en á þeim neðri er dökk og drungaleg mynd á hvolfi af hálfu andliti Vigdísar. 

MyndB
Eitthvað meira en blaut klessa í moldinni

Sérstaða bókar Sigríðar Kristínar Þorgrímsdóttur, Alla mína stelpuspilatíð, liggur fyrst og fremst í virkri og gagnrýnni túlkun höfundar á eigin ævi, persónugerð, ættingjum, sögu og samfélagi. 

MyndB
Spennandi ævintýri á skuggalegu skeri

Strokubörnin á Skuggaskeri er saga um vináttu, væntumþykju, ást, stríð og frið ásamt því að vera prýðilegt dæmi um þann kraft sem býr í krökkum þegar þeir taka sig til og standa saman.

MyndB
Að máta og vera mát

Í Glæpnum: Ástarsögu er það ekki hið hefðbundna plott glæpasögunnar sem heldur lesanda spenntum heldur leyndarmál, ást og óbærileg örlög aðalpersónanna.

MyndB
Óeðli hversdagsins

Í þessu safni er að finna þrettán smásögur sem allar gerast á Íslandi nútímans, flestar í Reykjavík og oftast við hversdagslegar aðstæður. Söguefnið er samskipti fólks, togstreita og flækjur sem tengjast þeim.

MyndB
Skuggar fortíðar

Skuggasund er sautjánda bók Arnaldar og þar sýnir hann kunnuglega takta en gamlir vinir eru þó fjarri góðu gamni. Í stað Erlendar, Sigurðar Óla og Elínborgar eru nýjar sögupersónur kynntar til sögunnar: Hinn rólyndi Konráð, lögreglumaður sem er nýfarinn á eftirlaun, býr einn og þykir gott að drekka rauðvín...

MyndB
Velkomin til Night Vale (þið megið aldrei fara)

Í afskekktum eyðimerkurbæ að nafni Night Vale (Náttdalur) einhvers staðar í suðurhluta Bandaríkjanna situr maður að nafni Cecil í útvarpsstúdíói og flytur fréttir af lífinu í bænum: Auglýsingar, orðsendingar frá hlustendum, tilkynningar frá bæjarstjórn og inn á milli sínar eigin hugleiðingar. 

MyndB
Á bleiku prinsessuskýi

Sagan Þórey vill vera prinsessa segir frá stúlku sem vill fá að haga sér í samræmi við eigin hugmyndir um prinsessur og kýs að vera kölluð Fjóna prinsessa. 

MyndB
Góð saga um hræðilega glæpi

Fórnargjöf Móloks fjallar um vont fólk og ómanneskjulega glæpi – en líka um góða fólkið, ástina og umhyggjuna. „Morðgátan“ sem slík er ekki frumlegt viðfangsefni en það sem heillar við bókina er trúverðug persónusköpun, lipur texti og heillandi sögusvið. 

MyndB
Haldið og sleppt - Gravity og óttinn við framtíðina

Hver hefur ekki látið sig dreyma um að komast út í geim? Ef ekki heimsækja aðrar plánetur þá láta sig reka í tóminu á milli stjarnanna? Hugmyndin er rómantísk en raunveruleikinn eins og honum er lýst í kvikmyndinni Gravity er allt annar og skelfilegri. 

MyndB
Vitranir okkar tíma

Bókin Vince Vaughn í skýjunum fjallar um ungt fólk sem vitrast eins konar sýnir og kemur þeim „vitrunum“ á framfæri  við umheiminn í gegnum fjöl- og samskiptamiðla nútímans.

MyndB
Leikið með þungavopn

Bókin Fólkið frá öndverðu óttast ekki fjallar um staðreyndir sem við viljum ekki sjá og viljum ekki heyra um. En þær eru órjúfanlegur hluti af lífi ungs fólks í Ísrael og víðar. 

MyndB
Ljósmyndir uppspretta skáldskapar

Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn er sérkennileg bók. Hún sækir innblástur  frá gömlum ljósmyndum sem höfundur hefur fléttaðað inn í skáldaða frásögn bókarinnar

MyndB
Ég er að fíla þessa bók: Frumlega ófrumleg ljóðabók

Árleysi alda er nýstárlega gamaldags ljóðabók þar sem ófrumlegu formi er beitt á frumlegan hátt svo úr verður nokkuð alveg hreint frábært. 

MyndB
Minni og gleymska í samböndum fólks

Minni og gleymska og áhrif þess á mannleg samskipti eru grundvallarþættir í a.m.k. tveimur nýlegum bókum, Ráðskonunni og prófessornum eftir Yoko Ogawa og bókinni sem hér er til umfjöllunar, Áður en ég sofna eftir S.J. Watson.

MyndB
Ég er Mikki Mús!

Fátt pirrar mig meira í leikhúsumræðunni en þegar fólk kvartar yfir að íslenskt leikhús leggi alltof mikið upp úr leikgerðum skáldsagna. Það eina sem ég man í svipinn að fari álíka mikið í taugarnar á mér er þegar fólk gerir lítið úr Jóni Viðari Jónssyni út frá því að hann sé „alltaf svo fúll“ og finnist allt leiðinlegt.

MyndB
Sundurtættar hugsanir kvenna – um karla

Boris er orðinn leiður á eiginkonu sinni og hjónabandinuog biður um pásu. Hann er búinn að finna sér unga og fagra konu til að eyða tímanum með en Mía, eiginkona hans og aðalsöguhetja skáldsögunnar Sumar án karlmanna, bregst við með því að bæði missa vitið og tapa glórunni. 

MyndB
Fyrir daga fjarskiptamastranna

Eystrasölt eftir Tomas Tranströmer kom fyrst út í heimalandi hans, Svíþjóð, árið 1974 er eitt langt ljóð, byggt á endurminningum Tomasar frá æskuárum sínum sem hann eyddi við sænska skerjagarðinn.

MyndB
„Getur ein manneskja borið aðra?“

Börnin í Dimmuvík eiga ekki sjö dagana sæla. Ef satt skal segja er ekki að sjá að þau hafi upplifað einn sælan dag á sinni fremur ömurlegu ævi. Í upphafi sögu situr gömul kona í kirkju, í jarðarför bróður síns, og rifjar upp hið örlagaríka ár 1930 ...

MyndB
Það sem umbyltir lífinu

Í trúnaði er flókin skáldsaga; hér er saga inni í sögu, saga þar fyrir innan, utan um og allt í kring og allar tengjast þær með einum eða öðrum hætti þótt sum tengslin séu til að byrja með ósýnileg. Bókin er geysivel skrifuð, hádramatísk og heillandi, og raddir allra sögumanna fá að njóta sín á þann hátt að lesandinn finnur til með þeim um leið og hann ásakar þær.

MyndB
Fnykurinn af endurreisninni

Ísland ehf. er gott dæmi um mikilvægi þess að blaðamenn setjist niður og skrifi bækur um málefni líðandi stundar. Höfundarnir hafa ekki sagt lokaorð um endurreisn Íslands eftir hrun, það mun enginn gera. En þeir hafa lagt sitt af mörkum og gert það vel.

MyndB
Sjarmi eins og í gömlu píanói

„Ástin er það sem þú vilt að hún sé,“  segir í verkinu Blik sem leikhópurinn Artik frumsýndi í Gamla bíói síðastliðinn sunnudag. Leikritið er eftir breska leikskáldið Phil Porter í þýðingu Súsönnu Svavarsdóttur og hefur verið lýst sem myrkri, óvenjulegri og skondinni ástarsögu.

MyndB
Tvöfalt afmæli – tvöfalt morð ... hægt og rólega

Titill skáldsögu Håkans Nesser, Manneskja án hunds, segir afskaplega lítið um innihaldið. Bókin fjallar hvorki um mann sem ekki á hund né mann sem saknar hunds. Þetta er hins vegar titill á skáldsögu sem ein af persónum bókarinnar hefur unnið að árum saman...

MyndB
Handan sektar og sakleysis

Burial Rites er athyglisverð og vel heppnuð skáldsaga eftir ástralska höfundinn Hönnuh Kent. Hún fjallar um aðdraganda síðustu aftökunnar á Íslandi, þar sem Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálshöggvin fyrir að myrða Natan Ketilsson og Pétur Jónsson, og tekst að skapa þó nokkra spennu í framvindunni.

MyndB
Í sól og sumaryl eru framin morð

Svikalogn er frumraun hinnar sænsku Vivecu Sten á sviði glæpasagna. Þessi þrælspennandi saga er fyrsta verkið í röð bóka sem allar gerast á eyjunni Sandham í Svíþjóð en þar hefur höfundurinn einmitt dvalið öll sumur síðan árið 1977. 

MyndB
Fullkomleikinn er óspennandi

Systurnar og myndlistarkonurnar Sara og Svanhildur Vilbergsdætur eru afskaplega ólíkar og rífast stundum eins og hundur og köttur. Það kom því ekki síst þeim sjálfum á óvart þegar þær fóru fyrir röð tilviljana að mála saman myndir þar sem þær sjálfar eru í aðalhlutverki.

MyndB
Þegar stríðið er búið ...

Næstum eins og ástin er fyrsta bókin eftir Ellen Feldman sem þýdd hefur verið á íslensku. Í henni tekst hún á við þau áhrif sem seinni heimsstyrjöldin hafði á samfélag sem ekki þurfti að upplifa nöturleika stríðsins í návígi.

MyndB
Strákastúss og kúkabrandarar

Ekki þessi týpa er fyrsta bók höfundarins, Bjargar Magnúsdóttur, og eins og kápan gefur sterklega til kynna er um skvísubók að ræða. 

MyndB
Öðruvísi kvenhetjur

Pacific Rim var svona lúmskt feminísk. Gaman að því.“ skrifaði ég á Facebook eftir að ég kom úr kvikmyndahúsi. Einn vinur minn hváði og gat ekki skilið hvernig hægt væri að segja slíkt um mynd með aðeins einni kvenpersónu...

MyndB
Hinsegin bókmenntir á Hinsegin dögum

Á Hinsegin dögum sem haldnir voru 6.-11. ágúst sl. voru margir menningarviðburðir í boði, svo sem ljósmyndasýning, sögusýning á Þjóðminjasafninu, bíósýningar og tónleikar svo fátt eitt sé nefnt. 

MyndB
Saga sem aldrei má gleymast

Mennirnir með bleika þríhyrninginn er merkileg heimild um sögu homma á tímum helfararinnar og hefur haft mikil áhrif víða um heim. 

MyndB
Forboðnar sögur – Maurice eftir E.M. Forster

Rétt fyrir upphaf fyrri heimstyrjaldarinnar skrifaði breski rithöfundurinn E.M. Forster skáldsöguna Maurice. Ástarsögu um ævi og örlög titilpersónunnar sem reynist vera samkynhneigð. 

MyndB
Ljóðgrænan og framrásin

Minni á borð við tímann og náttúruna kallast á við hugmyndir um ljóðlistina og hvoru tveggja stillt upp andspænis sinnuleysi nútímans.

;
©Ástríki ehf. Vesturströnd 15, 170 Seltjarnarnes
Sími: 692 6012.